Knús púði
Knús fjölnotapúðinn hefur fimm notagildi. Auk þess að nýtast sem hefðbundinn gjafapúði er hægt að nota hann til að hvíla lúin bein á meðgöngu. Hægt er að renna endunum á púðanum saman og nota hringinn sem hvílu fyrstu mánuðina og síðar sem stuðning þegar barnið lærir að sitja.
Þegar púðinn er hættur að nýtast sem brjóstagjafapúði er hægt að rúlla honum saman og setja inní sér áklæði sem umbreytir honum í sessu í barnaherbergið.
Knús púðinn er upplagður fyrir alla verðandi foreldra og þægilegur sem almennur stuðningur fyrir alla, hvort sem markmiðið er að sofa betur, hafa stuðning við prjónaskap eða jógastundun.