Algengar spurningar


Hvernig er Knúspúðinn frábrugðinn hefðbundnum gjafapúðum?

Knús fjölnotapúðinn hefur fimm notagildi. Auk þess að nýtast sem hefðbundinn gjafapúði er hægt að nota hann til að hvíla lúin bein á meðgöngu.
Hægt er að renna endunum á púðanum saman og nota hringinn sem hvílu fyrstu mánuðina og síðar sem stuðning þegar barnið lærir að sitja.
Þegar púðinn er hættur að nýtast sem gjafapúði er hægt að rúlla honumn saman og setja inní sér áklæði sem umbreytir honum í sessu í barnaherbergið. Hann nýtist því barninu lengur og fylgir því áfram.

Hvernig má þvo af púðanum?

Hægt er að taka áklæðið af púðanum og þvo. Við mælum með að þvo áklæðið á 40 gráðum þar sem það er 100% bómull og gæti því minnkað lítilega í fyrstu þvottum. Hægt er að kaupa auka áklæði hjá okkur, til að hafa til skiptana.

Hver eru málin á púðanum?

Púðinn er c.a. 145cm langur og um 90cm á breidd

Hvernig er fyllingin inni í púðanum?

Inni í púðanum eru litlar frauðplastkúlur, EPS efni. Þær eru lokaðar inni í innri púða sem ekki er hægt að opna. EPS-efni er 98% loft og einungis 2% plast, samansett úr mörgum örsmáum sellum. Við framleiðslu á einangrunarplasti er hvorki notað freon né önnur skaðleg efni sem valda gróðurhúsaáhrifum. EPS er 100% endurvinnanlegt efni, það ertir ekki húð við snertingu og ekki er krafist sérstaks útbúnaðar við vinnu með það eins og tækninefnd ESB (CENTC 88) hefur bent á.

Bjóðið þið uppá áfyllingu í púðann?

Nei, við erum því miður hætt að bjóða uppá áfyllingarþjónustu hjá okkur. Hægt er að nálgast kúlur hjá nokkrum fyrirtækjum á Íslandi.

Er hægt að koma og skoða púðann? 

Við erum ekki inni í neinni búð með púðann en það er möguleiki að koma og skoða púðann betur hjá okkur á saumastofunni. Við erum ekki með neinn ákveðinn opnunartíma en hægt er að senda okkur skilaboð og við finnum tíma fyrir heimsókn. Saumastofan okkar er í Kópavogi.

Er Knús púðinn bara fyrir verðandi foreldra og börn?

Alls ekki. Knús púðinn er upplagður fyrir í raun alla sem vilja stuðning við bak og mjaðmir. Hann hefur hjálpað mikið af fólki við að sofa betur, hafa stuðning við prjónaskap, og styðja við lúgin bein hjá öldruðum og hjá bakveikum.
Púðinn hefur einnig reynst vel við jógastundun.